Vefkosning: Miss Peoples Choice Iceland 2017

ui-2017

Þátttakendur Ungfrú Ísland 2017

Miss World Iceland 2017 contestants


Hér sjáið þið þátttakendur í Ungfrú Ísland 2017. Vefkosning fyrir titilinn Miss Peoples Choice Iceland 2017 fer fram á Facebooksíðu okkar fram að krýningu. Ungfrú Ísland 2017 verður í Hörpunni laugardaginn 26. ágúst.
Ljósmyndari: Rafn Rafnsson
Förðun: Förðunarfræðingar útskrifaðir úr Reykjavik Makeup School
Samstarfsaðilar Ungfrú Ísland 2017: HH Simonsen – Reykjavík Makeup School – Laugar Spa – World Class – Label M – Nike – Another Creation – NYX Professional Makeup


andrea

Andrea Ósk Sigurðardóttir

19 ára
Vinnur hjá Next: vaktstjóri, sér um útstillingar í búð og glugga og er aðstoðarmanneskja í bókhaldi
Framtíðarplön: Langar í viðskiptafræði og stofna sitt eigið fyrirtæki
Skemmtilegar staðreyndir: Er einstaklega flottur hrakfallabálkur og voru allar barnatennurnar dregnar úr henni

asdis

Ásdís Ósk Finnsdóttir

22 ára
Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, er með diplóma í listdansi og hefur keppt í samkvæmisdansi. Vinnur sem flugfreyja hjá Wow air
Framtíðarplön: Langar að stofna eigið fyrirtæki, halda áfram að ferðast og dans og ná fullum tökum á spænsku
Skemmtilegar staðreyndir: Getur snert nebbann sinn með tungunni

asta

Ásta Gunnlaugsdóttir

20 ára
Vinnur sem förðunarfræðingur hjá Inglot og lærði það nám í Makeup Designory
Framtíðarplön: Langar í viðskiptafræði og stofna eigið fyrirtæki í framhaldi af því. Annar draumur er líka að fara í framhaldsnám í LA og klára special effects áfanga í Makeup Designory, fá þar vinnu í gegnum skólann og farða fyrir bíómyndir
Skemmtilegar staðreyndir: Átti ekki gæludýr þegar hún fermdist þannig að hún tók kálf með sér í fermingarmyndatökuna

bjarney

Bjarney Sól Tómasdóttir

19 ára
Stúdent af félagsfræðibraut og þjónn á Ok Bistro í Borgarnesi
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í sálfræði og ferðast
Skemmtilegar staðreyndir: Fólkið í Kína heyrir þegar hún fær sér tyggjó

bryndis

Bryndís Líf Eiríksdóttir

21 árs
Stúdent úr Kvennaskólanum í Reykjavík og starfar hjá Lemon
Framtíðarplön: Langar að vera margt, m.a. dýralæknir eða vinna í heilsugeiranum, flugfreyja og fara í markaðsfræði
Skemmtilegar staðreyndir: Er með jaxl sem augntönn

erna

Erna Margrét Rós Sigurðardóttir

19 ára
Vinnur sem sölumaður hjá Ikea
Framtíðarplön: Hefur alltaf langað til að verða flugfreyja eða læknir
Skemmtilegar staðreyndir: Getur ekki farið í sömu föt aftur nema að þvo þau á milli

fanney

Fanney Sandra Albertsdóttir

19 ára
Útskrifaðist árið 2015 sem stúdent af náttúrufræðibraut frá FSU, útskrifaðist sem einkaþjálfari 2016 úr Einkaþjálfaraskóla World Class og starfar nú sem tanntæknir
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í læknanám
Skemmtilegar staðreyndir: Hún á 12 systkyni

frida

Fríða Rut Gísladóttir

18 ára
Nemandi á félagsfræðibraut í Flensborg og vinnur í leikfangaland.is
Framtíðarplön: Hefur alltaf verið draumur að fá að ferðast en stefnir einnig á að læra sálfræði erlendis
Skemmtilegar staðreyndir: Tók tímabil þegar hún var lítil og klæddist engu öðru en Línu Langsokk búning, var alltaf að standa á haus og það mátti ekki kalla hana annað en Línu

harpa

Harpa Sif Sigurðardóttir

19 ára
Stúdent af félagsfræðibraut og vinnur hjá Sigurgörðum við að helluleggja og smíða
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í íþróttafræði og svo mögulega eitthvað tengt innanhússarkitektúr
Skemmtilegar staðreyndir: Getur ekki ullað því hún er með svo litla tungu

helena

Helena Sól Kristófersdóttir

20 ára
Förðunarfræðingur og vinnur í World Class
Framtíðarplön: Hefur alltaf langa að verða flugfreyja og starfa við eitthvað tengt förðun samhliða því
Skemmtilegar staðreyndir: Getur ekki sofnað án þess að hafa Friends í gangi

helga-margret

Helga Margrét Agnarsdóttir

18 ára
Nýstúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og er að byrja í lögfræði í Háskóla Íslands
Framtíðarplön: Vera alþjóðalögfræðingur með áherslu á að færa öllum jafnt aðgengi að menntun og réttindum dýra. Vera viðfangsefni í þáttaröð sem Shonda Rhymes býr til
Skemmtilegar staðreyndir: Á balli í grunnskóla sagði Haffi Haff við hana að hún væri mest fab af öllum á ballinu og það er hápunktur lífs hennar

hrafnhildur

Hrafnhildur Arnardóttir

19 ára
Nemandi í Verzlunarskóla Íslands og vinnur á Vegamótum
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í fjármálaverkfræði og ætlar sér að stýra fyrirtæki í framtíðinni
Skemmtilegar staðreyndir: Tærnar hennar voru uppáhaldsleikfangið þegar hún var lítil

karin

Karín Mist Kjerúlf

24 ára
Stúdent frá ME og er að klára BA í lögfræði í Háskóla Íslands
Framtíðarplön: Byrja á að klára lögfræðina og læra einkaþjálfarann
Skemmtilegar staðreyndir: Er alltof hreinskilin og kann ekki að ljúga

kristjana

Kristjana Sigríður Kristjánsdóttir

18 ára
Nemandi á viðskipta- og hagfræðibraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ og vinnur sem þjónn á Roadhouse
Framtíðarplön: Stefnir á að halda áfram í viðskiptum og er draumurinn að stofna eigið fyrirtæki eða leggja fram eitthvað nýtt á markaðinn
Skemmtilegar staðreyndir: Þumallinn hennar er svo stuttur að hún getur ekki beygt hann afturábak

marika

Marika Adrianna Kwiatkowska

22 ára
Stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja, naglafræðingur og vinnur í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli
Framtíðarplön: Hefur alltaf langað að verða flugfreyja
Skemmtilegar staðreyndir: Fæddist með þrjú heilbrigð og starfandi nýru og er mjög mikill snyrtipinni

olafia

Ólafía Ósk Finnsdóttir

20 ára
Starfar í farþegaþjónustu Icelandair
Framtíðarplön: Hefur lengi langað að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í fatahönnun þar sem hún var að læra fatatækni. Hana langar líka að fara til Tanzaníu í góðgerðarstörf að vinna með börnum.
Skemmtilegar staðreyndir: Æfði fimleika í 10 ár og getur hrist augun í sér

olof

Ólöf Oddný

22 ára
Er í fjarnámi og vinnur á Hrafnistu
Framtíðarplön: Stefnir á sjúkraliðann
Skemmtilegar staðreyndir: Sá heiminn í fyrsta skipti þegar hún fékk sín fyrstu gleraugu fjögurra mánaða gömul

petra

Petra Baldursdóttir

18 ára
Nemandi á félags- og tómstundabraut í Borgarholtsskóla og er þjónn á veitingastaðnum Krúsku
Framtíðarplön: Stefnir á hárgreiðslumeistarann og að opna sína eigin stofu
Skemmtilegar staðreyndir: Gæti ælt við að sjá tær á öðrum og hefur aldrei á ævinni smakkað gos

salka

Salka Þöll Helgadóttir

21 árs
Nemi í félagsfræðibraut í Borgarholtsskóla og vinnur í Sambíóunum og sem reiðkennari hjá Reiðskóla Reykjavíkur
Framtíðarplön: Að ferðast um heiminn og læra eins mörg tungumál og hægt er. Vera stór partur af dýraverndarsamtökum og stofna fleiri animal shelters. Verða arkitekt og hanna draumahúsið sitt.
Skemmtilegar staðreyndir: Hún átti að verða tvíburi en át hann í maganum á mömmu sinni þannig hún borðar alltaf fyrir tvo

stefania

Stefanía Tara Þrastardóttir

22 ára
Förðunarfræðingur og vinnur með börnum
Framtíðarplön: Reka sitt eigið fyrirtæki
Skemmtilegar staðreyndir: Er algjör frekja og fær yfirleitt það sem hún vill

svava

Svava Sjöfn Kristjánsdóttir

18 ára
Stefnir á útskrift úr Menntaskóla Borgarfjarðar n.k. jól
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í framhaldsnám og njóta þess að vera til
Skemmtilegar staðreyndir: Höfuðborgin gerir hana stressaða

sylvia

Sylvía Rún Hálfdanardóttir

19 ára
Stúdent næstu jól og starfar sem sundlaugarvörður
Framtíðarplön: Kvikmyndaleikkona en hefur líka langað að verða lögga frá sex ára aldri
Skemmtilegar staðreyndir: Elskar jólin og byrjar að halda uppá þau í ágúst & getur ekki, né horft á annan, borða morgunkorn. Hún æfði körfubolta í 14 ár.

ursula

Úrsúla Hanna Kimpfler Karlsdóttir

21 árs
Stúdent af náttúrufræðibraut frá Menntaskóla Borgarfjarðar og vinnur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
Framtíðarplön: Hún byrjar í Háskóla Íslands í haust í líffræði og stefnir á dýralæknanám eftir það. Hefur einnig langað til þess að starfa sem flugfreyja
Skemmtilegar staðreyndir: Þegar hún var lítil langaði hana svo að vera hafmeyja að hún drakk saltvatn eftir að hafa séð það í bíómynd

viktoria

Viktoría Sól Birgisdóttir

20 ára
Nemi í grafískri miðlun og starfar í GS Skóm og á Jamie’s Italian
Framtíðarplön: Þau breytast annanhvern dag en hana langar að ferðast sem víðast, kynnast öðrum menningarheimum og upplifa
Skemmtilegar staðreyndir: Var eitt sinn í 3-4. sæti á Íslandsmóti kvenna í skák

You may also like