Anna Lára Orlowska heiti ég og er að verða 22 ára þann 24.október. Ég er fædd og uppalin á Íslandi og hef búið í Breiðholti síðan ég man eftir mér. Ég bý þar enn ásamt kærastanum mínum honum Nökkva Fjalari og kisanum mínum honum Kisa. Ég ólst upp með mömmu minni, Elísubet, og tveim systrum mínum, þeim Moniku og Söndru.
Mamma mín er pólsk svo að ég er nokkuð heppin að hafa bæði íslenskt og pólskt blóð í mér. Á hverju ári höfum við mæðgurnar ferðast til Póllands og hitt fjölskylduna svo ég kann að tala pólsku nokkuð vel! Ég er að vinna í World Class og félagsmiðstöðinni hundradogellefu, en ég hef verið að vinna þar seinustu þrjú ár. Það er alltaf jafn gaman að mæta í vinnuna því það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Ég hef verið með stelpuklúbba fyrir stelpur á aldrinum 13-15 ára og mig langar rosalega að byrja vera með klúbba eða styrkingar námskeið fyrir ungar stelpur.
Það sem mér þykir skemmtilegt að gera er að dansa…ég elska zumba! Einnig finnst mér ótrúlega gaman að elda, föndra, spila frisbí golf, mini golf og öll golf haha! Ég elska að ferðast og skoða nýja staði og menningar frá öðrum löndum. Mér finnst ótrulega gaman að hreyfa mig en ég æfi mjög mikið í World Class og er með einkaþjálfara þar sem heitir Ásta.
Það eru mjög margir sem hafa spurt mig eftir að ég vann Ungfrú Ísland hvort líf mitt sé breytt eða hvort að mér líði öðruvísi og svarið við því er nei – ég er auðvitað ennþá sama manneskjan. Að vissu leiti hefur líf mitt breyst en það er þá allt bara til góðs. Ég hef fengið fullt af æðislegum tækifærum og skemmtilegum verkefnum. Stærsta verkefnið sem bíður mín er Miss World 2016. Ef að þú hefur áhuga að fylgjast með öllum mínum undirbúning þá mun ég vera dugleg að deila honum hér inni á blogginu svo endilega fylgist með, það er margt spennandi framundan!
Ég hlakka til að deila ævintýrinu mínu með ykkur, xoxo Anna Lára.