Um Miss World Iceland

Árið 2014 tóku nýir eigendur við Ungfrú Ísland og tók ímynd og fyrirkomulag Ungfrú Ísland breytingum í framhaldi af því. Ungfrú Ísland, eða Miss World Iceland, snýst í dag um að velja verðugan fulltrúa fyrir Íslands hönd í Miss World.

Ungfrú Ísland er skemmtilegt og uppbyggjandi ferli sem hefst á vorin og lýkur með stórglæsilegu lokakvöldi í ágúst/september. Mikil áhersla er lögð á að stúlkurnar þroskist og dafni á meðan á ferlinu stendur, auki sjálfstraust, taki þátt í góðgerðarstörfum, fá fjölmiðlafræðslu, fara á Dale Carnegie námskeið, læra að koma fram á sviði og í tískusýningu, fái reynslu í fyrirsætustörfum, eignist góðar vinkonur og taki þátt í ýmsum fleiri skemmtilegum og fræðandi viðburðum yfir sumarið. Ungfrú Ísland er fyrir alla sem áhuga hafa á ferlinu og langar að upplifa ný tækifæri.

Eigendur Miss World Iceland eru Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson. Framkvæmdarstjórar eru Birgitta Líf Björnsdóttir, Hafdís Jónsdóttir og Fanney Ingvarsdóttir. ungfruisland@ungfruisland.is

xx

Ungfrú Ísland 2017 í heild sinni

Ungfrú Ísland 2016 í heild sinni

Ungfrú Ísland 2015 í heild sinni