Ungfrú Ísland 2018

21078766_1452602178128301_7785941627954243369_n

Ungfrú Ísland 2018 verður með öðru sniði en síðustu ár. Frá því nýir eigendur tóku við Ungfrú Ísland árið 2013 hefur rík áhersla verið lögð á að þátttakendur nýti krafta sína og stöðu til að láta gott af sér leiða. Í gegnum Ungfrú Ísland ferlin síðustu ár hafa verið haldnir ýmsir viðburðir og annað slíkt til að safna fyrir góðu málefni. Á síðasta ári, 2017, safnaði hópurinn fyrir góðgerðarsamtökunum Big B sem eru rekin af sjálfboðaliðasamtökunum Norður-Suður í Suður Afríku.

Aðstandendum Ungfrú Ísland langar að leggja meiri áherslu á góðgerðarmál og að fylgja eftir þeim söfnunum og starfi sem hefur verið unnið af þátttakendum síðustu ár og mun því ekki vera eiginlegt lokakvöld Ungfrú Ísland eða ferli einsog venjan er heldur mun starf Ungfrú Ísland 2018 snúast alfarið um góðgerðarmál. Hugmyndin vaknaði út frá starfi Miss World, en margir vita kannski ekki að Miss World eru stærstu góðgerðarsamtök í heiminum. Stjórn og þátttakendur Ungfrú Ísland síðustu ára ætla að sameina krafta sína og nota sumarið í að halda ýmsa viðburði og safnanir og mun síðan hópur á vegum Ungfrú Ísland halda út til Suður Afríku í haust í hjálparstarf. Allt sem safnast í sumar mun renna óskipt til sjálfboðaliðasamtakanna.

Norður-Suður (www.nordursudur.org) sjálf­boðaliðasam­tök­in eru rek­in af Lilju Marteins­dótt­ur og eig­in­manni henn­ar, en þau eru bú­sett eru ásamt þrem­ur börn­um sín­um rétt fyr­ir utan Höfðaborg. Sjálfboðaliðarn­ir búa á heim­ili þeirra á meðan þeir sinna ýmis kon­ar sjálf­boðaliðastarfi í fátækra­hverf­um borg­ar­inn­ar. Nú er unnið er að því að stofna miðstöð á vegum Ungfrú Ísland í einu hverfinu þar sem hópurinn mun m.a. koma til með að vinna í sjálfsstyrkingu ungra stúlkna í hverfunum.

www.nordursudur.org

Af þessu leiðir að ekki var opnað fyrir umsóknir í Ungfrú Ísland í ár en við þökkum öllum þeim sem hafa sent inn umsókn og sýnt áhuga og hlökkum til að taka á móti þeim að ári. Við erum ótrúlega spennt fyrir hjálparstarfinu og komum til með að deila ferlinu með þjóðinni á miðlum Ungfrú Ísland (Miss World Iceland). Nánari upplýsingar um söfnunina og verkefnin á vegum Ungfrú Ísland í Suður Afríku koma í ljós á næstu vikum. Þeir sem vilja vita meira um starfið eða leggja okkur lið er bent á að hafa samband við ungfruisland@ungfruisland.is 

xx

Fyrir hönd Ungfrú Ísland,

Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri. 

Continue Reading

Íþróttakeppni Ungfrú Ísland 2017

Miss Sport Iceland 2017

xx

Íþróttakeppni Ungfrú Ísland 2017 fór fram í World Class Laugum í sumar undir handleiðslu Olgu Helenu Ólafsdóttur þjálfara. Stúlkurnar höfðu val um að taka þátt og var keppnin þrjár lotur. Eftir stóðu top 5 og voru úrslitin kynnt á lokakvöldi Ungfrú Ísland þann 26. ágúst s.l.

1c0a1482

Hrafnhildur Arnardóttir er Miss Sport Iceland 2017.

Continue Reading

Miðasala er hafin

ui-2017

Stórglæsilegt lokakvöld Ungfrú Ísland 2017 fer fram laugardagskvöldið 26. ágúst í Silfurbergi, Hörpu, þar sem 24 stúlkur stíga á svið og í ljós kemur hverjar verða krýndar. Fylgst verður með hópnum og leiðin að titlinum rakin.

Viðburðurinn hefst kl. 19:00 þar sem titilhafar frá árinu 2016 taka á móti gestum og DJ Dóra Júlía heldur uppi stemningunni. Tískusýningar verða frá Nike og Another Creation og tónlistarmennirnir Herra Hnetusmjör, Chase og Jói Pé koma fram. Viðburður þar sem íslensk tónlist, hönnun og fegurð er í hávegum höfð og enginn ætti að missa af.

Miðaverð: 4.490 kr.

Snyrtilegur klæðnaður

https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/ungfru-island-2017/

Continue Reading

Vefkosning: Miss Peoples Choice Iceland 2017

ui-2017

Þátttakendur Ungfrú Ísland 2017

Miss World Iceland 2017 contestants


Hér sjáið þið þátttakendur í Ungfrú Ísland 2017. Vefkosning fyrir titilinn Miss Peoples Choice Iceland 2017 fer fram á Facebooksíðu okkar fram að krýningu. Ungfrú Ísland 2017 verður í Hörpunni laugardaginn 26. ágúst.
Ljósmyndari: Rafn Rafnsson
Förðun: Förðunarfræðingar útskrifaðir úr Reykjavik Makeup School
Samstarfsaðilar Ungfrú Ísland 2017: HH Simonsen – Reykjavík Makeup School – Laugar Spa – World Class – Label M – Nike – Another Creation – NYX Professional Makeup


andrea

Andrea Ósk Sigurðardóttir

19 ára
Vinnur hjá Next: vaktstjóri, sér um útstillingar í búð og glugga og er aðstoðarmanneskja í bókhaldi
Framtíðarplön: Langar í viðskiptafræði og stofna sitt eigið fyrirtæki
Skemmtilegar staðreyndir: Er einstaklega flottur hrakfallabálkur og voru allar barnatennurnar dregnar úr henni

asdis

Ásdís Ósk Finnsdóttir

22 ára
Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, er með diplóma í listdansi og hefur keppt í samkvæmisdansi. Vinnur sem flugfreyja hjá Wow air
Framtíðarplön: Langar að stofna eigið fyrirtæki, halda áfram að ferðast og dans og ná fullum tökum á spænsku
Skemmtilegar staðreyndir: Getur snert nebbann sinn með tungunni

asta

Ásta Gunnlaugsdóttir

20 ára
Vinnur sem förðunarfræðingur hjá Inglot og lærði það nám í Makeup Designory
Framtíðarplön: Langar í viðskiptafræði og stofna eigið fyrirtæki í framhaldi af því. Annar draumur er líka að fara í framhaldsnám í LA og klára special effects áfanga í Makeup Designory, fá þar vinnu í gegnum skólann og farða fyrir bíómyndir
Skemmtilegar staðreyndir: Átti ekki gæludýr þegar hún fermdist þannig að hún tók kálf með sér í fermingarmyndatökuna

bjarney

Bjarney Sól Tómasdóttir

19 ára
Stúdent af félagsfræðibraut og þjónn á Ok Bistro í Borgarnesi
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í sálfræði og ferðast
Skemmtilegar staðreyndir: Fólkið í Kína heyrir þegar hún fær sér tyggjó

bryndis

Bryndís Líf Eiríksdóttir

21 árs
Stúdent úr Kvennaskólanum í Reykjavík og starfar hjá Lemon
Framtíðarplön: Langar að vera margt, m.a. dýralæknir eða vinna í heilsugeiranum, flugfreyja og fara í markaðsfræði
Skemmtilegar staðreyndir: Er með jaxl sem augntönn

erna

Erna Margrét Rós Sigurðardóttir

19 ára
Vinnur sem sölumaður hjá Ikea
Framtíðarplön: Hefur alltaf langað til að verða flugfreyja eða læknir
Skemmtilegar staðreyndir: Getur ekki farið í sömu föt aftur nema að þvo þau á milli

fanney

Fanney Sandra Albertsdóttir

19 ára
Útskrifaðist árið 2015 sem stúdent af náttúrufræðibraut frá FSU, útskrifaðist sem einkaþjálfari 2016 úr Einkaþjálfaraskóla World Class og starfar nú sem tanntæknir
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í læknanám
Skemmtilegar staðreyndir: Hún á 12 systkyni

frida

Fríða Rut Gísladóttir

18 ára
Nemandi á félagsfræðibraut í Flensborg og vinnur í leikfangaland.is
Framtíðarplön: Hefur alltaf verið draumur að fá að ferðast en stefnir einnig á að læra sálfræði erlendis
Skemmtilegar staðreyndir: Tók tímabil þegar hún var lítil og klæddist engu öðru en Línu Langsokk búning, var alltaf að standa á haus og það mátti ekki kalla hana annað en Línu

harpa

Harpa Sif Sigurðardóttir

19 ára
Stúdent af félagsfræðibraut og vinnur hjá Sigurgörðum við að helluleggja og smíða
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í íþróttafræði og svo mögulega eitthvað tengt innanhússarkitektúr
Skemmtilegar staðreyndir: Getur ekki ullað því hún er með svo litla tungu

helena

Helena Sól Kristófersdóttir

20 ára
Förðunarfræðingur og vinnur í World Class
Framtíðarplön: Hefur alltaf langa að verða flugfreyja og starfa við eitthvað tengt förðun samhliða því
Skemmtilegar staðreyndir: Getur ekki sofnað án þess að hafa Friends í gangi

helga-margret

Helga Margrét Agnarsdóttir

18 ára
Nýstúdent úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og er að byrja í lögfræði í Háskóla Íslands
Framtíðarplön: Vera alþjóðalögfræðingur með áherslu á að færa öllum jafnt aðgengi að menntun og réttindum dýra. Vera viðfangsefni í þáttaröð sem Shonda Rhymes býr til
Skemmtilegar staðreyndir: Á balli í grunnskóla sagði Haffi Haff við hana að hún væri mest fab af öllum á ballinu og það er hápunktur lífs hennar

hrafnhildur

Hrafnhildur Arnardóttir

19 ára
Nemandi í Verzlunarskóla Íslands og vinnur á Vegamótum
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í fjármálaverkfræði og ætlar sér að stýra fyrirtæki í framtíðinni
Skemmtilegar staðreyndir: Tærnar hennar voru uppáhaldsleikfangið þegar hún var lítil

karin

Karín Mist Kjerúlf

24 ára
Stúdent frá ME og er að klára BA í lögfræði í Háskóla Íslands
Framtíðarplön: Byrja á að klára lögfræðina og læra einkaþjálfarann
Skemmtilegar staðreyndir: Er alltof hreinskilin og kann ekki að ljúga

kristjana

Kristjana Sigríður Kristjánsdóttir

18 ára
Nemandi á viðskipta- og hagfræðibraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ og vinnur sem þjónn á Roadhouse
Framtíðarplön: Stefnir á að halda áfram í viðskiptum og er draumurinn að stofna eigið fyrirtæki eða leggja fram eitthvað nýtt á markaðinn
Skemmtilegar staðreyndir: Þumallinn hennar er svo stuttur að hún getur ekki beygt hann afturábak

marika

Marika Adrianna Kwiatkowska

22 ára
Stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja, naglafræðingur og vinnur í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli
Framtíðarplön: Hefur alltaf langað að verða flugfreyja
Skemmtilegar staðreyndir: Fæddist með þrjú heilbrigð og starfandi nýru og er mjög mikill snyrtipinni

olafia

Ólafía Ósk Finnsdóttir

20 ára
Starfar í farþegaþjónustu Icelandair
Framtíðarplön: Hefur lengi langað að stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig í fatahönnun þar sem hún var að læra fatatækni. Hana langar líka að fara til Tanzaníu í góðgerðarstörf að vinna með börnum.
Skemmtilegar staðreyndir: Æfði fimleika í 10 ár og getur hrist augun í sér

olof

Ólöf Oddný

22 ára
Er í fjarnámi og vinnur á Hrafnistu
Framtíðarplön: Stefnir á sjúkraliðann
Skemmtilegar staðreyndir: Sá heiminn í fyrsta skipti þegar hún fékk sín fyrstu gleraugu fjögurra mánaða gömul

petra

Petra Baldursdóttir

18 ára
Nemandi á félags- og tómstundabraut í Borgarholtsskóla og er þjónn á veitingastaðnum Krúsku
Framtíðarplön: Stefnir á hárgreiðslumeistarann og að opna sína eigin stofu
Skemmtilegar staðreyndir: Gæti ælt við að sjá tær á öðrum og hefur aldrei á ævinni smakkað gos

salka

Salka Þöll Helgadóttir

21 árs
Nemi í félagsfræðibraut í Borgarholtsskóla og vinnur í Sambíóunum og sem reiðkennari hjá Reiðskóla Reykjavíkur
Framtíðarplön: Að ferðast um heiminn og læra eins mörg tungumál og hægt er. Vera stór partur af dýraverndarsamtökum og stofna fleiri animal shelters. Verða arkitekt og hanna draumahúsið sitt.
Skemmtilegar staðreyndir: Hún átti að verða tvíburi en át hann í maganum á mömmu sinni þannig hún borðar alltaf fyrir tvo

stefania

Stefanía Tara Þrastardóttir

22 ára
Förðunarfræðingur og vinnur með börnum
Framtíðarplön: Reka sitt eigið fyrirtæki
Skemmtilegar staðreyndir: Er algjör frekja og fær yfirleitt það sem hún vill

svava

Svava Sjöfn Kristjánsdóttir

18 ára
Stefnir á útskrift úr Menntaskóla Borgarfjarðar n.k. jól
Framtíðarplön: Stefnir á að fara í framhaldsnám og njóta þess að vera til
Skemmtilegar staðreyndir: Höfuðborgin gerir hana stressaða

sylvia

Sylvía Rún Hálfdanardóttir

19 ára
Stúdent næstu jól og starfar sem sundlaugarvörður
Framtíðarplön: Kvikmyndaleikkona en hefur líka langað að verða lögga frá sex ára aldri
Skemmtilegar staðreyndir: Elskar jólin og byrjar að halda uppá þau í ágúst & getur ekki, né horft á annan, borða morgunkorn. Hún æfði körfubolta í 14 ár.

ursula

Úrsúla Hanna Kimpfler Karlsdóttir

21 árs
Stúdent af náttúrufræðibraut frá Menntaskóla Borgarfjarðar og vinnur á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
Framtíðarplön: Hún byrjar í Háskóla Íslands í haust í líffræði og stefnir á dýralæknanám eftir það. Hefur einnig langað til þess að starfa sem flugfreyja
Skemmtilegar staðreyndir: Þegar hún var lítil langaði hana svo að vera hafmeyja að hún drakk saltvatn eftir að hafa séð það í bíómynd

viktoria

Viktoría Sól Birgisdóttir

20 ára
Nemi í grafískri miðlun og starfar í GS Skóm og á Jamie’s Italian
Framtíðarplön: Þau breytast annanhvern dag en hana langar að ferðast sem víðast, kynnast öðrum menningarheimum og upplifa
Skemmtilegar staðreyndir: Var eitt sinn í 3-4. sæti á Íslandsmóti kvenna í skák

Continue Reading