Arna Ýr – Allt um Ungfrú Ísland

Þessi færsla birtist fyrst á www.arnayrjons.com


IMG_4836

Ungfrú Ísland hefur verið haldin nánast árlega frá 1950! Ég held að engin önnur keppni hérlendis hefur flakkað jafn mikið á milli að vera “frábær” og “slæm” í augum hjá fólki. Ungfrú Ísland er gjörbreytt keppni í dag og persónulega finnst mér hún einungis hjálpa ungum konum til þess að öðlast sjálfstraust, koma fram og tala, kynnast æðislegum stelpum og að sjálfsögðu, njóta þess að vera ung og hafa gaman! Margir dæma þessa keppni og líta á stúlkurnar sem “sýningargripi” og fl. Það er ekkert nema fáfræði. Mér finnst að áður en fólk fer að dæma ætti það að kynna sér hvernig þessi keppni er, því hún er FRÁBÆR! Hér er sagan mín.

Árið 2013 var ég skráð í Ungfrú Ísland. Ég var nýorðin 18 ára, feimin, tók hluti inná mig sem aðrir sögðu og átti erfitt með að koma mínum skoðunum áleiðis. Ég var á fullu í frjálsum írþróttum og var dauðhrædd við að segja vinum og vandamönnum að ÉG feimna og lokaða Arna ætlaði uppá svið í bikiníi! Ég fann fljótt að þetta var ekki fyrir mig og hætti í miðjum undirbúningi. Ég fylgdist þó með flottu stelpunum allt sumarið og beið eftir lokakvöldinu til að vita hver hefði sigrað. nokkrum vikum síðar fór ég að sjá eftir því að hafa ekki tekið þátt. Það myndaðist frábær vinkonuhópur sem ég vildi vera partur af. Ég ákvað að taka þátt þegar ég yrði eldri.

Keppnin var ekki haldin árið 2014 vegna eigendaskipta en ekki vissi ég af því og grunaði að keppnin væri bara alveg hætt. Ég var frekar svekkt því ég hafði áhuga á að taka þátt þegar ég yrði eldri. En viti menn, ári síðar opnar fyrir umsóknir! Ég vildi mikið taka þátt en þessi óvissa var enn pikkföst í hausnum á mér. Hugrún vinkona mín var spurð um að taka þátt og við ákváðum saman að ég myndi sækja um og hún myndi segja já við boðinu. Þvílík gleði og spenningur hjá okkur vinkonum! Við vissum ekki hvað við vorum að fara úti því keppnin var gjörbreytt. Það voru haldin viðtöl og svo var valinn ca 24-26 stúlkna hópur. Fyrsti hittingurinn var mjög fyndinn…. við allar mættum rosa stressaðar býst ég við og undarlegt andrúmsloft, allar vildu kíkja á hvora aðra en það var hálf vandræðalegt. En um leið og hittingurinn var að klárast vorum við farnar að spjalla og kynnast! Fleiri hittingar liðu og við vorum orðar frábær, stór vinkonuhópur. Við fórum saman í spa í World Class, spjölluðum endalaust, mættum á gönguæfingar saman, fórum í fótboltagolf, lærðum hárgreiðslur hjá Bpro, mættum í förðun og myndatöku, fengum allskonar vörur til þess að nota, fórum á Dale Carnegie, hittumst í brunch, borðuðum saman skemmtum okkur niðrí bæ, hjálpuðumst að við hitt og þetta, unnum í góðgerðarstarfi, fengum þjálfun hjá Aðalheiði ef við vildum, hlupum saman í Reykjavíkurmaraþoninu og að sjálfsögðu, nutum hverrar stundar sem leið því alltíeinu yrði þetta sumar búið og keppnin næsta dag!

Þetta sumar var yndislegt. Undirbúningurinn var svo skemmtilegur. Að velja sér kjól, ákveða hárgreiðslu og neglur og það besta við undirbúninginn er að við hjálpuðumst allar að. Kvöldi fyrir keppni var ég niðrí World Class að bera á mig brúnkukrem. Ég var sko búin að æfa mig oft um sumarið og orðin ansi flink. Að sjálfsögðu þurfti eitthvað að fara úrskeiðis og varð ég flekkóttari en zebrahestur! Ég í stresskasti að reyna að blanda brúnkunni sem yrði tíu sinnum flekkóttari daginn eftir rakst ég á Lobunu vinkonu mína sem var líka að taka þátt. Hún var fljót að grípa handklæði og nudda bakið mitt með því þangað til flekkirnir fóru (fyrirgefðu Dísa og Bjössi með handklæðið sem var alveg brúnt 🙁 ). Þegar ég vaknaði daginn eftir var brúnkan mín bara fullkomin og engir flekkir! Þetta segir allt um kærleikann sem myndast á milli okkar í keppninni. Við vorum ekkert að horfa á hvora aðra sem keppnnauta, heldur vinkonur sem verða alltaf til staðar.

Þegar aðaldagurinn rann upp var spenningurinn í hámarki! Ekki vegna krýningunni heldur til þess að sýna fólki hvað við höfðum verið að vinna að í allt sumar og fá að eiga þessa frábæru kvöldstund saman. Hugrún kom til mín og við gerðum okkur klárar hjá mér, pökkuðum niður dótinu okkar, fórum í sturtu, settum sá meiri brúnkukrem á hvora aðra, fengum okkur að borða og mættum niðrí Hörpu. Við fengum risa herbergi eða sal liggur við fyrir dótið okkar og allar fengum við sér borð. Á mínu borði voru skartgripirnir mínir. Skórnir fyrir bikiní atriðið og síðkjólinn, pakki frá foreldrum mínum sem ég átti opna eftir keppni, við fengum að borða í Hörpunni og svo voru generalprufur. Við fórum upp í förðun hjá frábærum förðunarfræðingum frá Reykjavik Makeup School og svo var Bpro með fullt af krullujárnum fyrir okkur niðri, spegla með ljósum og bara ALLT sem mögulega gat verið fyrir okkur.

Ég hef aldrei í lífi mínu upplifað jafn mikil fiðrildi í magann og þegar ég heyrði “GOTT KVÖLD” eða “útsendingin er hafin stelpur” eða þegar lagið Cheerleder lagið fór í gang sem var lagið við fyrstu innkomuna í bikiníi. Ég var síðust í röðinni og sá stelpurnar koma af sviðinu með bros út á eyru hvað þetta var skemmtilegt. Þetta kvöld var yndislegt. Ég er alveg viss um að okkur öllum fannst ekkert smá gaman að koma fram og fá að upplifa þetta saman. Eftir að ég var krýnd Ungfrú Ísland stökk Hugrún á mig og knúsaði mig í döðlur. Það var yndislegt að finna hvað stelpurnar samglöddust mér. Eftir keppnina hittumst við svo öll á Austur og fjölskyldur velkomnar, borðuðum pizzu saman og svo var bara stuð alla nóttina! (Ég heimapúkinn var nú samt farin heim fyrir miðnætti).

Að taka þátt í Ungfrú Ísland er einstök upplifun. Hvort sem maður vinnur eða ekki þá var þetta kvöld það skemmtilegasta sem við margar hverjar höfðum upplifað! Ég lærði svo bilaðslega margt á þessu. Í dag er ég sterk ung kona, sjálfstraustið mitt er mun meira, ég framvkæmi í stað þess að láta hlutina bíða og hverfa, ég þori að grípa tækifæri, ég er ÉG. Ég er ekki að fela það hver ég er og hvað ég vil. Ungfrú Ísland keppnin færði mér meira heldur en ég hefði nokkurntímann hugsað mér.

Ekki fylgja stígnum
Þangað sem hann liggur.
Farðu heldur leiðina
sem enginn stígur liggur um
og skildu eftir slóða.

P.s. Við fengum ALLAR að vera eins og við vildum. Aldrei var sett út á útlit okkar, líkamsþyngd eða neitt. Hver og ein fór uppá svið eins og hún vildi og leið best með. Eigendur Ungfrú Ísland eru til fyrirmyndar.

Hér eru skemmtilegar myndir frá undirbúningnum, lokakvöldinu og fl.

IMG_3623

IMG_3499

IMG_3727

IMG_3640

IMG_3641

IMG_3643

IMG_3645

IMG_3652

IMG_3661

IMG_3667

IMG_3736

IMG_4646

IMG_4681

Screen Shot 2016-03-30 at 3.50.01 PM

Screen Shot 2016-03-30 at 3.49.29 PM

Screen Shot 2016-03-30 at 3.49.18 PM

Screen Shot 2016-03-30 at 3.48.42 PM

Screen Shot 2016-03-30 at 3.48.31 PM

Screen Shot 2016-03-30 at 3.48.05 PM

Screen Shot 2016-03-30 at 3.47.33 PM

IMG_4690

IMG_4800

IMG_4700

IMG_4751

IMG_4833

Ungfrú Ísland 2015 keppnin í Hörpu

Ungfrú Ísland 2015 keppnin í Hörpu

Ungfrú Ísland 2015 keppnin í Hörpu

Ungfrú Ísland 2015 keppnin í Hörpu

IMG_4730

IMG_4834

IMG_4766

IMG_4733

IMG_4835

IMG_4779

IMG_4836

Screen Shot 2016-03-30 at 3.47.16 PM

Continue Reading

Póllandsferðin

Ég var að koma heim frá Varsjá, Pollandi ásamt kærastanum mínum honum Nökkva, við vorum þar í 4 daga. Ég fór þangað til að hitta hönnuðin minn hana Violu sem er að sauma á mig kjóla fyrir hönnunarkeppni Miss World og einnig fór ég í sjónvarpsviðtal.

Dagur 1

Við fórum með næturflugi frá Íslandi svo að við lentum mjög snemma í Varsjá og lögðum okkur aðeins áður en við byrjuðum daginn. Þegar við vöknuðum gerðum við okkur til, fengum okkur að borða og fórum svo að hitta hana Violu á saumastofunni hennar. Það var tekið vel á móti okkur og ég fékk að skoða alla kjólana sem voru í boði. Eftir alveg nokkra góða klukkutíma fórum við að borða á stað sem hét The Viking aðþví við erum víkingar… get it. Skelltum okkur svo í búðina til að versla aðeins inn. Það er alltaf jafn gaman að fara með Nökkva í búðina og reyna finna eitthvað að borða þegar hann er á ströngu mataræði! hahah.. Ég valdi mér bara það sem ég vildi og var ekkert að passa uppá það hvort það væri óhollt. Í lokin gafst Nökkvi upp og keypti sér líka það sem honum virkilega langaði í, nammi! Eftir þessa frábæru búðaferð skelltum við okkur bara heim í kosy og horfðum á bíómynd.

14741691_1305774449455755_193304947_n-copy14697082_1305774459455754_1469363051_o-copy14689941_1305774452789088_359852194_o-copy

Dagur 2

Dagur tvö var ekkert ólíkari en dagurin á undan. Ég byrjaði daginn snemma og gerði mig til og fór svo í kjólamátun í voða fínni kjólabúð sem ég hefði verið búinn að panta tíma í mátun áður en ég kom út. Þessi kjólabúð var á tveimur hæðum rosalega fancy.. og ég fékk að máta helling af mjög fallegum kjólum en engin kjóll sem ég mátaði var THE DRESS, semsagt kjóllinn sem ég mun keppa í á lokakvöldinu í Miss World. Eftir það fór ég aftur til hennar Violu á saumastofuna hennar að skoða fleirri kjóla og fór í smá myndatöku, viðtal og videomyndatöku. Við ákváðum að fara síðan öll saman út að borða á rosalega góðan thailenskan veitingarstað.

Við fórum síðan beint heim og ég tók allt dótið mitt saman og gerði allt klárt fyrir morgundaginn! Svo fórum snemma að sofa þetta kvöld en ég var á leiðinni í sjónvarpsviðtal hjá Dzien Dobry TVN um morguninn.

14697325_1305774456122421_1385398261_o-copy14625475_1305774466122420_1273579674_n14741854_1305774529455747_1934313121_n

Dagur 3

Ég vaknaði mjög snemma og fékk mér að borða. Tók dótið mitt saman og beið eftir bílnum sem átti að sækja okkur. Ég, Nökkvi og mamma fórum öll saman en mamma var að fara með mér í viðtalið. Þegar við komum þá fórum við í förðun og það var gert á okkur hárið. Það var rosalega mikið stress en við höfðum minni tíma við héldum því þátturinn er í beinni. Ég var mjög stressuð! Þetta var fyrsta viðtalið mitt og ég þurfti að tala á pólsku. Fyrir þá sem vita það ekki þá er ég fædd og uppalin á Íslandi en mamma mín er pólsk og kenndi mér að tala pólsku. Ég tala með mjög miklum íslenskum hreim svo fólk tekur alltaf strax eftir því þegar ég tala að ég sé ekki alpólsk. Viðtalið gekk nú bara ágætlega og ég er bara nokkuð sátt. Eftir viðtalið var búið að panta borð fyrir okkur á flottum stað þar sem við fengum okkur góðan hádegismat og skáluðum fyrir ferðinni.

Hingað til var þessi ferð bara búin að vera svona “vinnuferð” og ég hafði ekkert náð að slaka almennilega á eða gert eitthvað skemmtilegt með honum Nökkva svo að við ákváðum að eiga restina af deginum út á fyrir okkur og gera það sem við vildum. Við ætluðum að fara skoða gamla bæinn sem við gerðum en það var svo rosalega mikil rigning að við enduðum á því að fara á einn af uppáhalds veitingarstöðunum mínum sem er Hard Rock og fékk mér að sjálfsögðu Chicken with Mac and Cheese og Nökkvi fékk sér rif!  Eftir þessa frábæra máltið ætluðum við að athuga hvað væri í boði í bío, en við Nökkvi erum alltaf í bíó haha. Við fórum að sjá “The girl on the train”. Myndin var bara frekar góð en endaði soldið spes. Eftir bíóið fórum við heim og lögðum okkur.

14793846_1305774489455751_708594223_n14697044_1305774476122419_882653342_n14741166_1305774499455750_1126981920_n

Dagur 4

Seinasta deginum eyddum við í að pakka niður og skoða meira af fallegu Varsjá. Fórum síðan bara uppá flugvöll og heim!

14627706_1305774486122418_224087183_n14625475_1305774516122415_1367365911_n14628111_1305774502789083_875566168_n
xx
annalara_undirskr
Continue Reading

Kynningarblogg

14446382_1283378518362015_1782998164_o
Anna Lára Orlowska heiti ég og er að verða 22 ára þann 24.október. Ég er fædd og uppalin á Íslandi og hef búið í Breiðholti síðan ég man eftir mér. Ég bý þar enn ásamt kærastanum mínum honum Nökkva Fjalari og kisanum mínum honum Kisa. Ég ólst upp með mömmu minni, Elísubet, og tveim systrum mínum, þeim Moniku og Söndru.

Mamma mín er pólsk svo að ég er nokkuð heppin að hafa bæði íslenskt og pólskt blóð í mér. Á hverju ári höfum við mæðgurnar ferðast til Póllands og hitt fjölskylduna svo ég kann að tala pólsku nokkuð vel! Ég er að vinna í World Class og félagsmiðstöðinni hundradogellefu, en ég hef verið að vinna þar seinustu þrjú ár. Það er alltaf jafn gaman að mæta í vinnuna því það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Ég hef verið með stelpuklúbba fyrir stelpur á aldrinum 13-15 ára og mig langar rosalega að byrja vera með klúbba eða styrkingar námskeið fyrir ungar stelpur. 

Það sem mér þykir skemmtilegt að gera er að dansa…ég elska zumba! Einnig finnst mér ótrúlega gaman að elda, föndra, spila frisbí golf, mini golf og öll golf haha! Ég elska að ferðast og skoða nýja staði og menningar frá öðrum löndum. Mér finnst ótrulega gaman að hreyfa mig en ég æfi mjög mikið í World Class og er með einkaþjálfara þar sem heitir Ásta.

Það eru mjög margir sem hafa spurt mig eftir að ég vann Ungfrú Ísland hvort líf mitt sé breytt eða hvort að mér líði öðruvísi og svarið við því er nei – ég er auðvitað ennþá sama manneskjan. Að vissu leiti hefur líf mitt breyst en það er þá allt bara til góðs. Ég hef fengið fullt af æðislegum tækifærum og skemmtilegum verkefnum. Stærsta verkefnið sem bíður mín er Miss World 2016. Ef að þú hefur áhuga að fylgjast með öllum mínum undirbúning þá mun ég vera dugleg að deila honum hér inni á blogginu svo endilega fylgist með, það er margt spennandi framundan! 
Ég hlakka til að deila ævintýrinu mínu með ykkur, xoxo Anna Lára.

14445440_1283369051696295_175545329_n
annalara_undirskr
Continue Reading

Velkomin / Welcome

Velkomin á Ungfrú Ísland bloggið. Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband Önnu Láru fyrir Miss World 2016 sem fram fer í Washingon 18. desember. Anna Lára mun blogga hér um undirbúning sinn fyrir Miss World og margt annað skemmtilegt, njótið vel!

Welcome to the Miss World Iceland blog. Here you can see Anna Lara’s introduction video for the Miss World pageant that she will participate in later this year. On this site Anna Lara will blog about her journey for Miss World among other interesting things, enjoy!

 

Continue Reading