Anna Lára: Póllandsferðin

14446382_1283378518362015_1782998164_o
Ég var að koma heim frá Varsjá, Pollandi ásamt kærastanum mínum honum Nökkva, við vorum þar í 4 daga. Ég fór þangað til að hitta hönnuðin minn hana Violu sem er að sauma á mig kjóla fyrir hönnunarkeppni Miss World og einnig fór ég í sjónvarpsviðtal.

Dagur 1Við fórum með næturflugi frá Íslandi svo að við lentum mjög snemma í Varsjá og lögðum okkur aðeins áður en við byrjuðum daginn. Þegar við vöknuðum gerðum við okkur til, fengum okkur að borða og fórum svo að hitta hana Violu á saumastofunni hennar. Það var tekið vel á móti okkur og ég fékk að skoða alla kjólana sem voru í boði. Eftir alveg nokkra góða klukkutíma fórum við að borða á stað sem hét The Viking aðþví við erum víkingar… get it. Skelltum okkur svo í búðina til að versla aðeins inn. Það er alltaf jafn gaman að fara með Nökkva í búðina og reyna finna eitthvað að borða þegar hann er á ströngu mataræði! hahah.. Ég valdi mér bara það sem ég vildi og var ekkert að passa uppá það hvort það væri óhollt. Í lokin gafst Nökkvi upp og keypti sér líka það sem honum virkilega langaði í, nammi! Eftir þessa frábæru búðaferð skelltum við okkur bara heim í kosy og horfðum á bíómynd.

14741691_1305774449455755_193304947_n-copy14697082_1305774459455754_1469363051_o-copy14689941_1305774452789088_359852194_o-copy

Dagur 2

Dagur tvö var ekkert ólíkari en dagurin á undan. Ég byrjaði daginn snemma og gerði mig til og fór svo í kjólamátun í voða fínni kjólabúð sem ég hefði verið búinn að panta tíma í mátun áður en ég kom út. Þessi kjólabúð var á tveimur hæðum rosalega fancy.. og ég fékk að máta helling af mjög fallegum kjólum en engin kjóll sem ég mátaði var THE DRESS, semsagt kjóllinn sem ég mun keppa í á lokakvöldinu í Miss World. Eftir það fór ég aftur til hennar Violu á saumastofuna hennar að skoða fleirri kjóla og fór í smá myndatöku, viðtal og videomyndatöku. Við ákváðum að fara síðan öll saman út að borða á rosalega góðan thailenskan veitingarstað.

Við fórum síðan beint heim og ég tók allt dótið mitt saman og gerði allt klárt fyrir morgundaginn! Svo fórum snemma að sofa þetta kvöld en ég var á leiðinni í sjónvarpsviðtal hjá Dzien Dobry TVN um morguninn.

14697325_1305774456122421_1385398261_o-copy14625475_1305774466122420_1273579674_n14741854_1305774529455747_1934313121_n

Dagur 3

Ég vaknaði mjög snemma og fékk mér að borða. Tók dótið mitt saman og beið eftir bílnum sem átti að sækja okkur. Ég, Nökkvi og mamma fórum öll saman en mamma var að fara með mér í viðtalið. Þegar við komum þá fórum við í förðun og það var gert á okkur hárið. Það var rosalega mikið stress en við höfðum minni tíma við héldum því þátturinn er í beinni. Ég var mjög stressuð! Þetta var fyrsta viðtalið mitt og ég þurfti að tala á pólsku. Fyrir þá sem vita það ekki þá er ég fædd og uppalin á Íslandi en mamma mín er pólsk og kenndi mér að tala pólsku. Ég tala með mjög miklum íslenskum hreim svo fólk tekur alltaf strax eftir því þegar ég tala að ég sé ekki alpólsk. Viðtalið gekk nú bara ágætlega og ég er bara nokkuð sátt. Eftir viðtalið var búið að panta borð fyrir okkur á flottum stað þar sem við fengum okkur góðan hádegismat og skáluðum fyrir ferðinni.

Hingað til var þessi ferð bara búin að vera svona “vinnuferð” og ég hafði ekkert náð að slaka almennilega á eða gert eitthvað skemmtilegt með honum Nökkva svo að við ákváðum að eiga restina af deginum út á fyrir okkur og gera það sem við vildum. Við ætluðum að fara skoða gamla bæinn sem við gerðum en það var svo rosalega mikil rigning að við enduðum á því að fara á einn af uppáhalds veitingarstöðunum mínum sem er Hard Rock og fékk mér að sjálfsögðu Chicken with Mac and Cheese og Nökkvi fékk sér rif!  Eftir þessa frábæra máltið ætluðum við að athuga hvað væri í boði í bío, en við Nökkvi erum alltaf í bíó haha. Við fórum að sjá “The girl on the train”. Myndin var bara frekar góð en endaði soldið spes. Eftir bíóið fórum við heim og lögðum okkur.

14793846_1305774489455751_708594223_n14697044_1305774476122419_882653342_n14741166_1305774499455750_1126981920_n

Dagur 4

Seinasta deginum eyddum við í að pakka niður og skoða meira af fallegu Varsjá. Fórum síðan bara uppá flugvöll og heim!

14627706_1305774486122418_224087183_n14625475_1305774516122415_1367365911_n14628111_1305774502789083_875566168_n
xx
annalara_undirskr

You may also like