Opið fyrir umsóknir út mars

ui-2017

Arna Ýr Jónsdóttir og Egill Trausti Ómarsson.

Arna Ýr Jóns­dótt­ir og Eg­ill Trausti Ómars­son.

Skrán­ing í Ung­frú Ísland er í full­um gangi og stend­ur út mars. Birgitta Líf Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri keppn­inn­ar, seg­ir að keppn­in sé fyr­ir all­ar þær stelp­ur sem langi til að upp­lifa ný tæki­færi.

„Við leit­um að stúlk­um á aldr­in­um 18-25 ára frá öll­um horn­um lands­ins sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmti­lega æv­in­týri með okk­ur. Leit­ast er eft­ir að velja fjöl­breytt­an hóp, bæði eft­ir aldri, áhuga­sviði, og framtíðar­sýn,“ seg­ir Birgitta Líf.

Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland.
Birgitta Líf Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Ung­frú Ísland.

Spurð af hverju stúlk­ur ættu að taka þátt í Ung­frú Íslandi seg­ir Birgitta keppn­ina vera ótrú­lega skemmti­legt ferli. „Þetta er vett­vang­ur fyr­ir ung­ar stelp­ur til að upp­lifa nýja hluti, fá aukið sjálfs­traust, eign­ast góðar vin­kon­ur og opn­ar á ný tæki­færi.“

Birgitta seg­ir að tölu­verðar breyt­ing­ar hafi orðið á keppn­inni eft­ir að nýir eig­end­ur tóku við henni árið 2014. „Keppn­in í dag snýst um að velja verðugan full­trúa fyr­ir Íslands hönd í Miss World. Mik­il áhersla er lögð á að stúlk­urn­ar þrosk­ist og dafni meðan á ferl­inu stend­ur, auki sjálfs­traust, taki þátt í góðgerðar­störf­um, fái fjöl­miðla­fræðslu, fari á Dale Car­negie-nám­skeið, læri að koma fram á sviði og í tísku­sýn­ingu, fái reynslu í fyr­ir­sætu­störf­um, eign­ist góðar vin­kon­ur og taki þátt í ýms­um fleiri skemmti­leg­um og fræðandi viðburðum yfir sum­arið.“

Donna Cruz, Elfa Rut Gísladóttir, Anna Lára Orlowska, Hulda Margrét Sigurðardóttir og Aníta Ösp Ingólfsdóttir – mbl.is/Freyja Gylfa

Skrán­ing í keppn­ina hófst í mars og stend­ur hún út mánuðinn. Stefnt er að því að loka­hóp­ur­inn verði til­bú­inn í maí en þá fer af stað langt ferli. „Ferlið hefst í júní og stend­ur það yfir í þrjá mánuði, eða fram að loka­kvöld­inu sem verður haldið með pompi og prakt í Hörp­unni 26. ág­úst.“

Skrán­ing­ar fara fram í gegn­um ung­fruis­land@ung­fruis­land.is og er hægt að nálg­ast all­ar upp­lýs­ing­ar hér.

mbl.is/Freyja Gylfa

Fréttin birtist fyrst á www.mbl.is 

You may also like